Fara í efni

Skálanes

Seyðisfjörður

Skálanes er náttúruparadís við mynni Seyðisfjarðar. Fær vegur er nær alla leið en óbrúuð á er á leiðinni. Þegar að Skálanesi er komið gefst færi á að komast í kynni við náttúruna í návígi, sérstaklega fuglalífið, þar sem þúsundir fugla af um 40 mismunandi tegundum verpa á svæðinu.

Í Skálanesi er náttúru- og meningarsetur og þar er starfrækt vísindaleg rannsóknarstöð á sviði náttúru- og menningar. Skálanes hefur hlutverk eftirlitsstöðvar í alþjóðlegu neti vísindarannsóknarstöðva sem kallast INTERACT (International Network for Terrestrial Research and Monitoring in the Arctic).