Simsonsgarður
Ísafjörður
Á Ísafirði er að finna falinn höggmyndagarð ljósmyndarans, listamannsins og töframannsins Martinus Simson sem var danskur og settist að á Íslandi árið 1916. Simsons-garður er staðsettur í Tungudal þar sem Simson fékk úthlutaða lóð á þriðja áratugnum en í dag liggur garðurinn í órækt, falinn minnisvarði um merkilegan og listrænan einstakling með ástríðu fyrir skógrækt á Íslandi.