Sandfell Skriðdal
Egilsstaðir
Sandfell er mikilfenglegt, hrygglaga líparítfjall er minnir á tjaldbúð því hlíðar þess eru með jöfnum halla, klettalausar að mestu. Á Sandfelli eru tveir toppar, dökkleitir. Gengið frá skilti við þjóðveg 1 rétt innan við Gilsá. Gengin slóð í fyrstu, inn að girðingu en síðan er gott að ganga upp með girðingunni. Því næst skal halda upp hrygginn norðan í fjallinu og áfram beint af augum upp á topp 1157 m.
Sandfell er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs
GPS : N65°05.637-W14°30.298
Powered by Wikiloc