Rangárhnjúkur
Egilsstaðir
Gengið frá skilti við hliðið að Fjallsseli og genginn vegarslóði fyrir ofan bæinn. Þegar upp er komið er farið út af veginum og gengið út á Rangárhnjúkinn þar sem hólkurinn með gestabók og stimpli er. Gaman er að fara niður hjá Egilsseli og ganga síðan veginn til baka í Fjallssel. Er þá gengið framhjá Dansgjá, sem er sérkennileg gjá eða sprunga í gegnum klettaás, vestur af Staffellsbjörgum rétt við veginn.
Rangárhnjúkur er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.
GPS : N65°19.410-W14°35.498
Powered by Wikiloc