Ósland
Höfn í Hornafirði
Ósland er eyja staðsett nokkrum skrefum frá bryggjusvæðinu á Höfn. Eitt sinn þurfti að sigla út í Ósland en núna er hægt að ganga þangað þökk sé manngerðri landbrú. Ósland er verndað svæði og er vinsæl gönguleið í kringum Óslandstjörn og með fram sjónum. Þar er ríkt fuglalíf og er æðarkollan ríkjandi á varptíma.
Á Óslandshæðinni er minningarvarði sjómanna sem fórust við vinnu sína og upplýsingaskilti um umlykjandi umhverfi. Frá Óslandi er hægt að ganga stíg sem er prýddur sólarkerfinu í réttum hlutföllum. Einnig eru sjáanleg för eftir tré í basalt steinum á svæðinu; tré sem urðu umlukin hrauni fyrir allmörgum árum.