Fara í efni

Örlygshöfn

Patreksfjörður

Örlygshöfn er staðsett við sunnanverðan Patreksfjörð. Þar er að finna gullna strönd og á sólríkum sumardögum verður sjórinn ljósblár og suðrænn að sjá. Nálægt Örlygshöfn er minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti en þar er að finna ýmsa áhugaverða muni tengda lífi og vinnu til sjós og lands með áherslu á Vestfirði og Breiðafjörð. Safnið hefur verið þarna í rúm 30 ár og þar eru settar upp ýmsar sýningar.