Fara í efni

Naustahvilft

Í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði er áberandi hvilft sem setur mikinn svip á fjallasýn fjarðarins. Naustahvilft hefur einnig gjarnan verið kölluð Skálin eða Skessusætið. Oft er sagt að skessa sem hafi verið á hraðferð heim fyrir sólarupprás hafi þurft að hvíla lúin bein í firðinum og tyllt sér í hlíðinni og skilið eftir þessa myndarlegu hvilft þegar hún stóð upp og hélt áfram leiðar sinnar. 

Það er vinsælt að ganga upp í Naustahvilft, það er stutt ganga eftir slóða í brattri hlíðinni og þaðan er frábært útsýni yfir Ísafjörð og út á Djúp. Fyrir neðan hvilftina er lítið bílastæði.