Fara í efni

Möðrudalur

Möðrudalur liggur hæst bæja á Íslandi, 469 m.y.s. Ein landmesta jörð landsins. Þar hefur meira og minna verið í byggð frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Í Möðrudal er kirkja sem Jón Stefánsson (1880-1971) bóndi reisti á eigin kostnað til minningar um konu sína. Kirkjan var vígð árið 1949. Jón sá um alla smíði og málaði altaristöfluna er sýnir Krist halda Fjallræðuna. Taflan þykir mjög sérstæð.