Fara í efni

Méltunnuklif

Athyglisverð jarðlög, móberg og jökulrákir.

Einkenni sem gefa góðar vísbendingar að yfir svæðið hafi jöklar gengið yfir.

 

Hér er saga þar sem Méltunnuklif kemur fyrir:

Presturinn á Stað í Grindavík sendi tvo karla austur á Eyrarbakka að kaupa bakstur því hann var ekki til í Keflavík. 

Baksturinn átti að bera í tilslegnum íátum sem kallaðir voru stampar. Þeir báru sitt hvorn stampinn en var annar þeirra óheppin og brotnaði í Mjöltunnuklifi. Í stað þess settu þeir brauð í poka. Seinna fór karlinn sem ekki braut stampinn til altaris.  

Þegar presturinn var að tóna innsetningarorðin og sagði: 
"Tók hann brauðið, gjörði þakkir og braut það - ," þá kallaði karlinn upp: 
"Lýgurðu það. Stampinn braut hann, en brauðið ekki."

JÓN ÁRNASON V 351

Staðsetning: Stutt ganga fyrir ofan veg 427