Malarrif á Snæfellsnesi
Snæfellsbær
Malarrif á Snæfellsnesi var bær sem stóð skammt fyrir utan Lóndranga. Þar er sagt að ströndin undir jökli skagi lengst til suðurs.
Fyrsti vitin á Malarrifi var reistur árið 1917 og var hann friðaður árið 2003 ásamt sex öðrum vitum á landinu, þegar haldið var upp á að 125 ár voru frá því að fyrsti vitinn var reistur á Íslandi.
Útræði var öldum saman frá Malarrifi og sjósókn allmikil fram að aldamótunum 1900. Sjást þess enn merki á sjávarbakkanum. Sagt var að þar væri einn hættulegasti útgerðarstaður á Snæfellsnesi.
Gestastofa Þjóðgarðins Snæfellsjökuls er á Malarrifi en þar eru starfandi landverðir sem veita upplýsingar og aðstoð. Gestastofan og salerni eru opin allt árið.