Fara í efni

Kverkfjöll

Kverkfjöll erul megineldstöð í norðurbrún Vatnajökuls. Fjöllin eru nefnd eftir kverkinni sem skriðjökullinn Kverkjökull rennur niður úr. Í honum er stórfenglegur íshellir. Á svæðinu eru mjög áhugaverðar gönguleiður um eitt mesta háhitasvæði landsins. Frá svonefndri Austurleið (F910) liggur Kverfjallaleið (F902) suður til Kverkfjalla. Skammt austar liggur Hvannalindaleið (F903) suður í Hvannalindir og áfram þar sem hún kemur inn á veg F902.

Vegir að Kverkfjöllum eru einungis opnir á sumrin frá lok júní til loka ágústs. Einungis er fært jeppum, hægt að sjá frekari upplýsingar á www.vegagerdin.is.

.