Húsey
Egilsstaðir
Náttúrufar við Héraðsflóann er einstakt og heimsókn í Húsey er hrein náttúruupplifun. Þar liggja hundruð sela á sandeyrunum við Jöklu, lómur verpir í tugatali og þar er að finna stærsta kjóavarp í heimi. Skúmurinn gerir svo reglulega loftárásir á ferðamenn! Á staðnum er rekin ferðaþjónusta og merktar gönguleiðir liggja niður á sléttuna utan við Húseyjarbæinn.
Húsey er hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs.
GPS : N65°38.775-W14°14.670
Powered by Wikiloc