Fara í efni

Hrútagjárdyngja

Hrútagjárdyngja er 6.000-6.500 ára hraundyngja sem þekur um 80-100 km2 lands. Alls rúmir 3 rúmkílómetrar af hrauni. Dyngjan er með stórum toppgíg og skorin djúpum gjám sem kunna að vera merki um ris vegna kvikuinnskota.

Hrútagjárdyngja er einn af stærstu hraunskjöldum á Reykjanesi.

Í hrauninu er hægt að finna hraunhella þ.a.m Steinbogahelli.

Staðseting: Keyrt er að Hrútagjárdyngju af Krýsuvíkurvegi.


Hrútagjárdyngja er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.