Hrísey
Akureyri
Hrísey er sú næststærsta við Ísland á eftir Heimaey. Hún er láglend, rís hæst 110 metra yfir sjávarmál, og er vel gróin. Berggrunnur eyjarinnar er blágrýti, um 10 milljón ára gamall. Syðst á eynni er lítið þorp þar sem langflestir íbúarnir búa. Í Hrísey er nýleg sundlaug, skemmtileg fjara og mikil upplifun að keyra um eyjuna á traktor.
Ferjan Sævar gengur á milli Hríseyjar og Árskógssands nokkrum sinnum á dag og tekur ferðin um 15 mínútur hvora leið.