Fara í efni

Hrafnagjá

Hrafnagjá er siggengi á togsprungu. Siggengið er um 12 km langt og allt að 30 m hátt. Það er lengsta brotalínan af þeirri gerð á Reykjanesskaga og sést af Reykjanesbraut. Hrafnagjáin er hluti dæmigerðs sigdals skammt frá Vogum.

Staðsetning: Sprungan nær frá Stóru-Vatnsleysu suðvestur á móts við Vogastapa, en er ekki þó alveg samfelld.  Þar sem gjáin er dýpst á móts við Voga. Hægt er að skoða gjána við veginn hjá Stóru-Vatnsleysu og ef gengið er frá bílastæði sem er við mislægu gatnamótin til Voga.

 

Hrafnagjá er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.