Fara í efni

Hrafnafell

Egilsstaðir

Ekið Fjallsselsveg upp á hæsta ás suðvestan við Hafrafell. Gengið frá skilti við veg að fjarskiptamöstrum á Hrafnafelli þar sem hólkinn með gestabók og stimpli er að finna. Upplagt að koma við í Hrafnafellsrétt (N65°18.02-W14°29.23), sem er sérstæð, hlaðin grjótrétt milli kletta skammt austan vegar. Gaman er að ganga síðan út af Hrafnafellinu og inn með því að austanverðu og koma við í Kvíahelli (N65°18,359-W14°29,063).

Ef farinn er hringurinn er hann 5.8 km og rauð leið.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N65°18,304-W14°29,098

 

Powered by Wikiloc