Fara í efni

Höskuldarvellir

Grasslétta í hrauninu vestur af Trölladyngju og Grænudyngju á Reykjanesskaga.  Þangað liggur farvegur frá læk sem kemur úr Soginu sunnan Trölladyngju.  Mun hann renna niður á vellina í leysingum og hefur myndað þá með framburði sínum.  Höskuldarvellir munu vera stærsta samfellda graslendi í Gullbringusýslu, um 100ha. Tilvalið er að hefja göngu á Keili af bílastæðinu við Höskuldarvelli.