Fara í efni

Hornvík

Ísafjörður

Hornvík er stór vík á Hornströndum og vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Víkin er staðsett á milli tveggja þverhníptra bjarga, Hælavíkurbjargs og Hornbjargs. Björgin eru þekkt fyrir náttúrufegurð, fágætar sjófuglategundir og þann fjölda fugla sem þar býr. Engin búseta er í Hornvík en þar voru áður mörg býli.