Fara í efni

Höfðabrekkuheiði, Þakgil

Vík

Höfðabrekka er austasti bær vestan Mýrdalssands. Höfðabrekka er gamalt höfðuból, kirkjustaður og stórbýli til forna. Í Kötluhlaupi árið 1660 tók bæinn af og var hann þá fluttur upp á heiðina og var hann ekki fluttur niður aftur fyrr en 1964. Vegfarendur sem eru á ferð um Mýrdalshrepp ættu ekki að láta það fara framhjá sér að aka inn Höfðabrekkuheiðar. Þetta var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í um það bil 20 ár, þangað til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana.