Fara í efni

Hellnar

Snæfellsbær

Hellnar á Snæfellsnesi er vinsæll áningarstaður ferðamanna sem er í mestu nálægð Snæfellsjökuls og þar er einnig hótel og kaffihús.

Bergrani austan við höfnina heitir Valasnös en þar er hin rómaði hellir, Baðstofa. Litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum. Fallegastur er hann talinn vera snemma morguns í sólskini á háflóði.  

Ásgrímsbrunnur á Hellnum er kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829). Hann hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður verið vatn. 

Á Hellnum var um langa hríð sjávarpláss með miklu útræði og um aldir ein af stærstu verstöðvunum á Snæfellsnesi. Allgott lægi er fyrir smábáta á víkinni fram af byggðinni og þar hafa verið gerðar nokkrar lendingarbætur.  

Kirkja var sett á staðinn um 1880 og núverandi kirkja var vígð árið 1945 sem er útkirkja frá Staðarstað og hefur verið svo frá 1917.