Hellisfjörður
Neskaupstaður
Skemmtileg gönguleið í fallegan eyðifjörð.
Fallegur og gróðursæll eyðifjörður, sem gengur inn úr Norðfjarðarflóa. Þar má enn sjá leifar gamallar hvalstöðvar sem starfrækt var í byrjun 20. aldar.
Um þriggja klukkustundar gönguleið liggur í Hellisfjörð um Götuhjalla og er hluti hennar stikaður. Ekið er frá aðalvegi sunnan Norðfjarðarár út undir Grænanes. Þaðan liggur stikuð leið út Búlandið, upp á Götuhjalla og þaðan inn í Hellisfjörð.
Hestfær leið, fyrrum aðalgönguleið milli staðanna og um hana var fjársafnið rekið frá Sandvík, Suðurbæjum, Viðfirði og Hellisfirði, meðan fjárbúskapur stóð í blóma á Norðfirði
Powered by Wikiloc