Fara í efni

Helgafell gönguleið

Stykkishólmur

Helgafell er klettafell úr blágrýti sem staðsett er rétt fyrir utan Stykkishólm. Við rætur fellsins er að finna bílastæði
ásamt skiltum tengdum sögu staðarins og er öll aðkoma til fyrirmyndar. Við upphaf göngu er gengið í gegnum hlið en við tekur göngustígur sem leiðir göngufólk upp að útsýnisskífu og hlaðna tóft sem er að finna á toppi Helgafells.   

Helgafell í Helgafellssveit er fornfræg jörð en hún kemur við sögu í íslendingasögunum og eru sumar hverjar taldar hafa
verið skrifaðar á Helgafelli. Mikil saga fylgir því svæðinu og stórfenglegt útsýni á toppi Helgafells, þar sem sést yfir Breiðarfjörð og fjallagarð Snæfellsnes. Gömul þjóðtrú segir að þau sem ganga í fyrsta sinn á Helgafell hafi kost á því
að bera upp þrjár óskir þegar upp á fellið er komið. Skilyrðin eru að gengið sé í þögn upp á fellið og ekki sé litið til baka. Þegar upp á fellið er komið er horft í austurátt og þrjár óskir bornar fram í huganum og engum sagðar.  

Staðsetning: Helgafell, Helgafellssveit. 

Upphafspuntkur: Helgafellsvegur (frá Stykkishólmsvegur nr.58) 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: 500 metrar 

Hækkun: 73 metrar. 

Merkingar: Engar merkingar. 

Tímalengd: 10 mínútur. 

Undirlag: Smá grjót, trjákurli, stóru grjóti og blönduðu náttúrulegu efni. 

Hindranir á leið: Þrep eru víða á leiðinni. 

Þjónusta á svæðinu: Salerni eru við bílastæði og ruslafötur. 

Lýsing: Engin lýsing. 

Árstíð: Opin 12 mánuði ársins en huga þarf að aðstæðum að vetri til. 

GPS hnit upphafspunktar: N65°02.5055 W022°43.9716  

GPS hnit endapunktar: N65°02.5055 W022°43.9716