Fara í efni

Fólkvangur Neskaupstaðar

Neskaupstaður

Sannkölluð útivistarparadís við bæjarvegginn.

Fólkvangur Neskaupstaðar tekur við þar sem þéttbýlið endar á eystri mörkum Neskaupstaðar. Fáir þéttbýlisstaðir á Íslandi eiga sér jafn ákjósanlegt friðland við bæjarvegginn. Landslag er tignarlegt, útsýni fagurt, auðugt lífríki og fjölbreyttar jarðmyndanir. Svæðið er því kjörið til útivistar, náttúruskoðunar og náttúrufræðslu.

Margar og skemmtilegar gönguleiðir eru í friðlandinu, s.s. Páskahellir og Urðum. Þar er einnig fræðslustígur með ábendingum um ýmis náttúrufyrirbæri.

Fólkvangur Neskaupstaðar er sá fyrsti sem settur var á fót hér á landi. Vorið 1971 lagði náttúruverndarnefnd Neskaupstaðar fram tillögu um stofnun fólkvangs utan Stóralækjar. Tillagan var samþykkt af Náttúruverndarráði og ráðuneyti og tók friðlýsingin formlega gildi 29. nóvember 1972.

Nánar um fólkvanginn á vef Náttúrustofu Austurlands.