Flókalundur
Patreksfjörður
Flókalundur er staðsettur í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum, um 6 kílómetrum frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kemur að landi. Vatnsfjörður er friðland og margrómað svæði fyrir einstaka náttúrufegurð og fjölbreytt lífríki. Mikil veðursæld er á svæðinu og því vinsælt að stunda þar hverskyns útiveru.