Eldey
Þverhnípt klettaeyja (77 m.y.s) 8 sjómílur suður af Reykjanesi.
Eldey er mynduð úr móbergi og er 0,03 km2. Hún er innsta skerið í skerjaklasa miklum sem stendur á einni grynningu og nær klasinn 45 sjómílur frá landi. Kallast hann Fuglasker eða Eldeyjar. Eitt þessara skerja var Geirfuglasker þar sem síðustu höfuðstöðvar geirfuglsins voru en það sökk að mestu í eldsumbrotum 1830.
Í Eldey er ein af stærstu súlubyggðum sem þekkist í heiminum og er eyjan jafnan þakin súlu. Við talningu, sem gerð var 1949 var fjöldi súlna þar talin um 70 þúsund.