Eldborg
Borgarnes
Eldborg í Hnappadal á Snæfellsnesi er óvenjulega formfagur gígur sem rís 60m yfir hraunið í kring og er stærstur gíga á stuttri gossprungu. Gígopið er sporöskjulagað, um 100m í þvermál og 50m djúpt. Veggirnir eru mjög brattir, gerðir úr örþunnum hraunskánum og var Eldborg friðlýst 1974.
Hægt er að fara upp á gígbarminn og ganga eftir honum allan hringinn. En ekki er hægt að komast Eldborg á bíl en merkt og stikuð gönguleið er frá bænum Snorrastöðum, 2,5 km, þar fást einnig allar frekari upplýsingar.
Beygt er út af vegi nr. 54 heim að bænum.