Dyrfjöll
Borgarfjörður eystri
Dyrfjöll eru ein af perlum Austurlands. Fjöllin eru þekkt fyrir stórt skarð í miðju fjallgarðsins sem eru eins og risastórar dyr og draga fjöllin nafn sitt af þessu skarði. Það er erfið ganga upp á topp Dyrfjalla og ættu aðeins vanir göngumenn að leggja í ferðu upp á toppinn. Hægt er að fá leiðsagnar vanra fjallaleiðsögumanna upp á topp ef þess sé óskað.
Útsýnið af toppnum er stórkostlegt og sést meðal annars mjög vel yfir hina fallegu náttúruperlu Stórurð þaðan.
Powered by Wikiloc