Fara í efni

Dælarétt

Selfoss

Dælarétt, er ævaforn fjárrétt stutt sunnan við Suðurlandsveg. Hún er talin elsta rétt landsins og var helsta skilarétt svæðisins. Réttin er í landi eyðibýlisins Heiðabæjar. Þar var síðast réttað haustið 1970 og hefur réttin nú verið friðlýst. Dælarétt er hlaðin úr grjóti úr hinu stórdílótta Þjórsárhrauni. Skammt frá eru sprungur eftir Suðurlandsskjálftann árið 2000. Sýnið VARÚÐ.