Fara í efni

Breiðdalseldstöð

Breiðdalsvík

Breiðdalseldisstöð er forn megineldstöð í Breiðdal og Berufirði, vettvangur ítarlegra rannsókna enska jarðfræðingsins Georges D.L. Walker, ásamt öðrum slíkum á Austurlandi. Þessi eldstöð er prýdd stórum ríólít-innskotum með tignarlegum og sérstæðum tindum, Flögutindi í Breiðdal, Smátindum, Röndólfi, Slötti og Stöng. Suðurhlíðar Breiðdals eru sérstaklega litskrúðugar og berglögin óregluleg, sett miklum gjóskumyndunum.

Eldstöðin er talin ná milli Fossárfjalls sunnan Berufjarðar norður í Bæjartind uppi af Þorgrímsstöðum í Breiðdal. Vesturhlíðar hennar fylgja Ófærunöfnum til vesturs en austurhlíðin er mjög eydd, en spannar þó örugglega austur fyrir Kerlingartind suður af Fagradal í Breiðdal. Suðurhluti Breiðdals, nálægt eldstöðinni miðri, er niðurgrafinn og funhitinn ummyndaði bergið svo mjög að blágrýtið og andestítið urðu ljósgræn. Er því erfitt að greina þessar bergtegundir frá ríólítinu. Þessi ummyndun er einna skýrust við Innri-Ljósá og Blágil.

Tindaröðin, sem talin er hér að framan myndaðist síðar, þegar ríólítið tróð sé upp á yfirborðið gegnum blágrýtislögin og mynduðu gúla ofan á þykkum gjóskulögum á gígbörmunum. Leifar þeirra koma fram í ríólíthömrum víða á svæðinu. Breiðdalseldstöðin er talin yngri en Álftafjarðar- og Reyðarfjarðareldstöðvarnar og gjóskulag ofan á Reyðarfjarðarlögunum hefur verið rakið. Það mun hafa komið frá Röndólfi, þekur u.þ.b. 430 m2 og er 6 m. þykkt. Þetta lag er kennt við fjallið Skessu suður af Reyðarfjarðarbotni.

Jarfræðisafn tileingað George D.L. Walker má finna í Breiðdalssetri.