Fara í efni

Borg á Mýrum-Einkunnir gönguleið

Borgarnes

Borg á Mýrum er kirkjustaður vestur af Borgarnesi. Staðurinn er, samkvæmt Egils sögu Skallagrímssonar, landnámsjörð en kirkja hefur staðið þar frá árinu 1002. Borg á Mýrum er vel þekktur staður sem áfangastaður ferðamanna, hvort sem það er erlent eða innlent ferðafólk. Kirkjustaðurinn hefur tekið á móti erlendum gestum í árabil en gestir hafa þá fengið leiðsögn um svæðið og fengið að skoða kirkju undir handleiðslu prestins á Borg. Listaverkið Sonatorrek og útsýni yfir Borgarnes og Hafnarfjall blasir við gestum sem koma að kirkjunni.  

Einkunnir eru 273 hektara fólkvangur sem er að finna norðan við Borgarnes. Skógrækt hefur verið þar síðan árið 1951 en innan fólkvangsins er að finn fallega tjörn, Álatjörn ásamt fjöldan af göngustígum, áningarstöðum og gullfallegri skógrækt sem gerir Einkunnir að einum af perlum Borgarbyggðar. Minjar eru á gönguleið. Hægt er að finna þær við Borg á Mýrum en einnig á gönguleið á milli Borg og Einkunna. Árið 2015 hófst skráning á minjum við gönguleið en þar er að meðal annars að finna minjar af beitarhúsi, smalahúsi, sel og fleiru. Göngufólk er beðið um að bera virðingu fyrir þeim minjum sem eru að finna.  

Gönguleið er stikuð alla leið en hafa ber í huga að víða er erfið yfirferð við skurði og mýrar á leiðinni. Gönguleið á
milli Borg á Mýrum-Einkunnir hefur upp á að bjóða stórkostlegt útsýni yfir Hafnarfjall og Borgarnes ásamt því fallega lífríki sem er að finna á leiðinni.  

Staðsetning: Borg á Mýrum/Einkunnir, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Bílastæði við Borg á Mýrum (þjóðvegur nr.54). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Lengd: 5.26 km 

Hækkun: 123 metrar. 

Merkingar: Stikur eru alla leið. 

Tímalengd: 1.30klst. 

Undirlag: Yfirborð úr smáum steinum, trjákurli, blönduðu náttúrulegu efni og grasi. 

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á.  

Þjónusta á svæðinu: Salerni er aðgengilegt við Einkannir. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði. 

GPS hnit upphafspunktar: N64°33.6630 W021°54.9579 (byrjun við Borg á Mýrum). 

GPS hnit endapunktar: N64°35.8993 W021°54.6785 (endir á Einkunnum).