Fara í efni

Bjólfur og snjóflóðavarnargarðar Seyðisfjarðar

Seyðisfjörður

Bjólfur er eitt af hinum tignarlegu fjöllum Seyðisfjarðar, 1085 m. að hæð. Ofarlega í fjallinu, í um 600 m. hæð eru snjóflóðavarnargarðar, en frá þeim er stórfenglegt útsýni yfir Seyðisfjörð.

Á sumrin er hægt að keyra að varnargörðunum á fjórhjóladrifnum bíl, en það er einstakt tækifæri fyrir þá sem treysta sér ekki í fjallgöngur til þess að njóta útsýnisins. Vegurinn liggur frá Fjarðarheiði og akstur að varnargörðunum tekur um 15-20 mínútur.