Aðalvík
Ísafjörður
Aðalvík á Hornströndum er um 7 km breið vík sem skiptist niður í þrennt, hina gömlu sjávarstaði Látra og Sæból og á milli þeirra má finna Miðvík. Gönguleiðir yfir á Hesteyri má finna upp frá öllum þremur stöðum, gengið er á Straumnesfjall upp frá Látrum en þar má finna leifar af gamalli herstöð Bandaríkjamanna. Eins er hægt að ganga yfir í Rekavík bak Látra og þaðan áfram yfir í fleiri víkur Hornstranda. Sæbólsmegin stendur kirkjan að Stað við Staðarvatn og þar má einnig ganga upp á Darra og finna rústir frá Bretum sem þar sátu í seinni heimstyrjöldinni.