A húsið í Fossfirði
Bíldudalur
Í Fossfirði, einum fjarðanna sem liggja inn af Arnarfirði er að finna svokallað A hús, sem hefur vakið heimsathygli á samfélagsmiðlum og víðar fyrir þær sakir að það er afar sérstakt í laginu og stendur eitt og yfirgefið á fallegum stað. Húsið hefur verið mjög vinsælt á meðal ljósmyndara og forvitinna ferðalanga.