Fara í efni

Veðurhorfur -112 orð yfir vind og veðurbrigði

Grundarfjörður

Á íslensku má finna yfir 130 orð yfir vind. Sólrún Halldórsdóttir listamaður hefur hér valið 112 orð með tilvísun í neyðarnúmer á Íslandi. Íslendingar eru margir hverjir háðir veðri í sínum daglegu störfum og varla líður sá dagur að veðrið berist ekki í tal manna á milli.

Orðunum er raðað upp eftir vindhraða og stuðst við veðurkóda Veðurstofu Íslands, nema hér eru litatónarnir mun fleiri. Oft ræður tilfinning hvar orðið lendir, en einnig er stuðst við frásagnir eldra fólks. 

Sólrún Halldórsdóttir er fædd árið 1964 og uppalin í Grundarfirði, næst yngst hjónanna Halldórs Finnssonar og Pálínu Gísladóttur. Mikið var lesið á heimilinu, móðirin rak bókabúð hér í Grundarfirði og snemma fékk Sólrún mikla ást á íslenskri tungu. 

Verkið er 18 metra langt og 60 cm breitt. Efniviður er grjót, stál og harðviður.