Sundlaugin í Borgarnesi
Borgarnes
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi er staðsett í miðjum bænum með sundlaug sem hefur verið vinsæll áfangastaður heimamanna og ferðalanga. Næg bílastæði eru á staðnum.
Sundlaugin hefur verið afar vel sótt til fjölda ára. Í miðstöðinni eru útisundlaug, vatnsrennibrautir, heitir pottar, vaðlaug, innilaug, eimbað og góð sólbaðsaðstaða. Einnig er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsalnum.