Skógarævintýri á Hallormsstað
Egilsstaðir
Ævintýra ratleikur í Hallormsstaðaskóg
Þessi leikur fer fram á svæðinu milli tjaldsvæðanna í Atlavík og Höfðavík. Þór skógarvörður þarf á ykkar hjálp að halda því að óvættir eru komnar á kreik í skóginum sem brjóta tré og seiða til sín menn og dýr.
Gömul galdraþula til að svæfa verurnar er týnd. Gefið liðinu ykkar heiti og fylgist með hvort ykkar liði gengur betur en öðrum að finna þuluna. Það skiptir ekki máli hvar þið byrjið en þið þurfið að finna alla staðina á kotinu til að klára leikinn.
Leikurinn er eingöngu á íslensku og er labbað á milli stöðva.
Linkur til að sækja turfhunt appið er hér.