Hallmundarhraun í Borgarfirði
Hallmundarhraun í Borgarfirði er helluhraun sem talið er hafa runnið skömmu eftir landnám Íslands, einhvern tímann á 10. öld. Það er mesta hraun héraðsins og er kennt við Hallmund þann sem Grettis saga segir að ætti sér bústað á þessum slóðum.
Gígarnir sem hraunið rann frá eru upp undir Langjökli, svokölluðum Jökulstöllum. Merkileg frásögn af gosinu er til í fornu kvæði sem kallast Hallmundarkviða og er elsta lýsing sem til er af eldgosi á Íslandi.
Hellismannasaga, er greinir frá viðskiptum útlagahóps og íbúa í byggð, er talin hafa átt sér stað í Hallmundarhrauni en frá stigamönnum af þessu svæði segir bæði í Landnámu og Harðar sögu og Hólmverja, ásamt sögunni Hellismannasaga.
Örnefni eru til, tengd sögunni, eins og Vopnalág, skeifumynduð, grasigróin dæld í hraunið. Í hópnum var meðal annars Eiríkur nokkur sem slapp undan heimamönnum upp á jökul sem ber nafn hans síðan.
Í Hallmundarhrauni er margir hellar, sumir þeirra þekktir, eins og Víðgelmir, Surtshellir þar sem Surtur jötunn á að hafa búið, Hallmundarhellir, Stefánshellir, Eyvindarhola, Franshellir og fleiri. Í hraunjaðrinum eru náttúruperlurnar Hraunfossar.