Fara í efni

Borgarfjarðarbrú

Borgarnes

Borgarfjarðarbrú við Borgarnes er lengsta brú á Íslandi eftir að Skeiðarárbrú var aflögð árið 2017. Hún liggur yfir Borgarfjörð og er hluti af hringveginum.  

Brúin, sem tekin var í gagnið 13. september 1981, er 520 metrar að lengd en framkvæmdir höfðu þá staðið í sex ár. Á sínum tíma var brúargerð af þessum tagi óþekkt hérlendis og þótt víðar væri leitað. Sagt hefur verið að smíði brúarinnar hafi verið verkfræðilegt afrek, ekki síst vegna aðstæðna í firðinum sjálfum þar sem vatnsstraumur er gríðarlega sterkur.  

Áður lá hringvegurinn yfir Hvítárbrú sem staðsett er við Ferjukot í Borgarfirði og tilkoma Borgarfjarðarbrúarinnar stytti hringveginn um 11 km.