Fara í efni

Gerpir

Neskaupstaður

Gerpir er austasti höfði landsins, snarbrattur og hömróttur sjávarmegin, 661 m. hár. Talið er að eitt elsta berg landsins, um 12 milljóna ára gamalt, sé að finna í Gerpi.


Gerpissvæðið er sannkölluð paradís fyrir göngufólk. Hefur Ferðafélag Fjarðamanna gefið út göngukort af svæðinu er fæst í upplýsingamiðstöðvum og verslunum víða í Fjarðabyggð

Ástæða er til að mæla með heimsókn á Gerpissvæðið við alla sem hafa áhuga á útivist.

 

 

Powered by Wikiloc