Ásbyrgi
Húsavík
Ásbyrgi er eitt helsta náttúruundur Íslands og er staðsett í Vatnajökulsþjóðgarði. Fjöldi göngustíga eru í og við Ásbyrgi, fjölbreyttir að lengd og gerð. . Ásbyrgi er skógi vaxið og þar er fjölbreytt gróður- og fuglalíf. Það er upplifun fyrir alla fjölskylduna að virða fyrir sér tignarlega hamraveggi sem eru allt að 100 metra hair og njóta kyrrðarinnar. Það er ekki síður skemmtilegt að fara í Ásbyrgi á haustin, þar sem fallegir haustlitirnir setja skemmtilegan svip á þetta einstaka náttúruundur.
Ásbyrgi er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is