Fara í efni

Skessan í hellinum

Reykjanesbær

Skessan flutti úr fjallinu sínu til Reykjanesbæjar á Ljósanótt 2008 og hefur nú aðsetur í Svartahelli við smábátahöfnina í Gróf. Þar hefur skessan búið sér notalegan helli með góðu útsýni yfir Keflavíkina og Faxaflóann.

Skessan er höfundaverk Herdísar Egilsdóttur sem skrifað hefur 16 sögur um Siggu og skessuna í fjallinu en sú nýjasta fjallar einmitt um flutninginn til Suðurnesja.

Hönnun hellisins, framkvæmd og gerð skessunnar var í höndum listahópsins Norðanbáls en við undirbúning verkefnisins leituðu þeir ráða hjá skessunni sem kom með ábendingar um gerð hellisins en í hann er notað efni úr nálægu umhverfi sem gerir hann samofinn landinu.

Skessan er í fullri stærð og situr sofandi í ruggustól í eldhúsinu.

Opnunartími: Alla daga frá kl. 10:00 -17:00 (nema ef veður hamlar opnun yfir vetrartímann t.d. vegna ófærðar að helli).

Frekari upplýsingar eru veittar í Duushúsum, lista- og menningarmiðstöð Reykjanesbæjar í síma 420-3245. Einnig er hægt að senda póst á netfangið duushus@reykjanesbaer.is.

Hægt er að senda skessunni bréf á netfangið skessan@reykjanesbaer.is

Nánar um Skessuna á www.skessan.is