Daníelslundur gönguleið
Borgarnes
Daníelslundur var fyrsti skógurinn sem opnaður var sem opinn skógur árið 2002. Skógurinn er í alfaraleið en þjóðvegur nr. 1 liggur við rætur hans. Daníelslundur ber nafn Daníels Kristjánssonar, skógarvarðar frá Hreðavatni, sem lengi var forvígismaður í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar. Víðsýnt er um blómlegar sveitir Borgarfjarðar en í suðri blasir við Skarðsheiði og Hafnarfjall, í norðri sést til Baulu en í austri sést vel til Eiríksjökuls og Langjökuls. Daníelslundur hefur upp á bjóða fjölmarga áningarstaði og víðsýnt útsýni yfir Borgarfjörð. Skógræktin er við þjóðveg 1 og gerir það skóginn mikið sóttan af ferðamönnum og íbúum svæðisins. Gönguleiðir um skóginn eru fjölmargar og fjölbreyttar.
- Svæði: Daníelslundur Borgarbyggð
- Vegnúmer við upphafspunkt: Þjóðvegur nr. 1, Borgarbyggð
- Erfiðleikastig: Auðveld/létt leið
- Vegalengd: 3.74 km.
- Hækkun: 113 metra hækkun
- Merkingar á leið: Nokkrar stikur eru á leið
- Tímalengd: 1 klst.
- Yfirborð leiðar: Trjákurl, graslendi og smá grjót
- Hindranir á leið: Nokkur þrep er að finna á leiðinni
- Þjónusta á leið: Engin þjónusta
- Lýsing á leið: Óupplýst leið
- Tímabil: Gönguleið er opin allt árið
- GPS hnit upphaf: N64°39.5119 W021°42.6807
- GPS hnit endir: N64°39.5119 W021°42.6807