Fara í efni

Klukkufoss gönguleið

Snæfellsbær

Klukkufoss er staðsettur inn í Eysteinsdal á Snæfellsnesi. Gönguleiðin er nokkuð stutt en krefjandi, þar sem gengið er upp bratta hlíð, að grágrýtishöfðanum Klukku og fellur Klukkufoss innan um fallegar stuðlabergsmyndanir. Við göngu upp að Klukkufoss er möguleiki á því að njóta útsýnis nærsveita en stuðlabergsmyndanir grípa athygli gesta ásamt fallega Klukkufossi. Klukkufoss gönguleið er ein af 35 gönguleiðum sem settar hafa verið upp á gönguleiðabækling fyrir þjóðgarð Snæfellsjökuls og er þar hægt að finna upplýsingar um km lengd gönguleiðar, tímalengd gönguleiðar og upplýsingar um merkingar á gönguleið. Við göngu upp að Klukkufoss er útsýni niður í Öndverðarnes og Saxhól ásamt nálægð við Snæfellsjökul og útsýni yfir nærsveitir.  

Svæði: Klukkufoss, Snæfellsjökuls þjóðgarður. 

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574). Eysteinsdalsvegur (F575). 

Erfiðleikastig: Létt leið. 

Vegalengd: 0.94km. 

Hækkun: 58 metra hækkun. 

Merkingar á leið: Merkingar eru á leið. 

Tímalengd: 13 mínútur. 

Yfirborð leiðar: Smá grjót, hraun undirlag og graslendi. 

Hindranir á leið: Þrep eru á leið. 

Þjónusta á leið: Engin þjónusta. 

Upplýst leið: Leið óupplýst. 

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið gæti verið hál vegna ísingar yfir vetrartímann og þegar aurbleyta er frá mars til maí. 

GPS hnit upphaf: N64°52.1791 W023°51.6872 

GPS hnit endir: N64°52.1791 W023°51.6872