Hvammsfoss
Vatnsdalur er 25 km langur dalur í Austur-Húnavatnssýslu. Í dalnum nam Ingimundur gamli Þorsteinsson land samkvæmt því sem segir í Landnámu, og bjó hann á Hofi.
Skammt frá Hofi er að finna foss er nefnist Hvammsfoss, Hjallafoss, Lóufoss eða Mígandi - fer eftir því hver er spurður.
Hægt er að leggja bílnum við veginn og ganga uppað fossinum, sem er umlukinn stórkostlegu stuðlabergi.