Bjarnarfoss á Snæfellsnesi
Snæfellsbær
Bjarnarfoss á Snæfellsnesi er tignarlegur foss, ofan við Búðir, sem fellur fram af hamrabrún fyrir neðan Mælifell. Fossinn, ásamt stuðlabergshömrunum í kring, er á Náttúruminjaskrá og í brekkunum við fossinn er mikið blómgresi.
Stórt bílastæði er fyrir neðan fossinn og góður göngustígur upp í brekkurnar undir fossinum.
Áningarstaðurinn við Bjarnarfoss hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2018.