Stálpastaðaskógur í Skorradal, Borgarfirði
Borgarnes
Stálpastaðaskógur í Skorradal, Borgarfirði er samnefndur 345 ha eyðijörð í Skorradal. Skógurinn er fyrst og fremst dæmigerður timburskógur og hefur mikið fræðslugildi um ýmis atriði varðandi timburframleiðslu úr sitkagreni hér á Íslandi.
Við stíga í þjóðskógum landsins er víða að finna staura með símanúmerum. Þegar gengið er fram á slíkan staur er upplagt að taka upp símann, hringja í númerið sem gefið er upp á staurnum og hlusta á skemmtilega fróðleiksmola um skóginn.
Öllum er heimil ganga um skóginn en ferðamenn eru hvattir til að ganga vel um og skilja ekki eftir sig rusl. Jörðin hefur verið í eigu Skógræktar Ríkisins frá 1951.