Fara í efni

Sagnatröllin

Sagnatröllin eru steinafígúrur sem finna má víða um Reykjanesbæ og setja þau mikinn svip á umhverfið. Höfundur verksins er Áki Gränz en hann var listamaður og fyrrverandi forstei bæjarstjórnar Njarðvíkur. Hugmynd Áka með sagnatröllunum var að halda til haga örnefnum og sögum tengt svæðinu. Meðal tröllanna má telja Tyrkjavörðutröllin, Grænáskirkju,Nástrandartröllin, Stapatröllin, Frey og Freyju og Sýslumanninn. Tröllin eru gerð úr grjóti frá Helguvík. Ekki eru þó öll tröllin, tröll því einnig eru þar álfar. Efst á Grænásbrekku stendur álfafjölskylda og eru þau minni en aðrar steinafígúrur. Fjölskyldan stendur á hólnum Grænás þar sem fólk trúði að þar væri álfakirkja, Grænáskirkja.

 

Hægt er að lesa meira fleiri frásagnir um álfa og huldufólk í Njarðvík hér: https://ferlir.is/raudklaeddi-madurinn-i-njardvikurasum/