Fara í efni

Hallormsstaðahringur

Egilsstaðir

Skemmtileg gönguleið fyrir alla fjölskylduna. Leiðin er óstikuð en liggur inn á þrjár stikaðar gönguleiðir. Gengið er frá Hallormsstaðaskóla (Húsó), niður að Kliftjörn, þaðan í gegnum tjaldsvæðið Höfðavík og svo niður í Trjásafn. Frá Trjásafni er gengið upp í skóg og komið niður hjá Hótel Hallormsstað og hringnum lokað hjá Hallormsstaðaskóla. Hægt er að ganga leiðina í báðar áttir.

Vegalengd: 5,4 km

Fjölskylduvæn skógarganga