Fara í efni

Grundarfjörður gönguleið

Grundarfjörður

Grundarfjörður á Snæfellsnesi er heimabær Kirkjufells sem er eitt af þekktustu fjöllum Íslands ef ekki heimsins alls. Bærinn er umlukinn mikilfenglegri náttúru og dýralífi, en ekki er óalgengt að selir og háhyrningar láti sjá sig í firðinum. Gönguleiðir er víða að finna, upp fjallgarðinn, niður við ströndina og innan bæjarmarkanna. 

Gönguleið innan bæjarmarka Grundarfjarðar leiðir gesti að ýmsum áhugaverðum stöðum, þjónustu og kennileitum. Nefna má listaverk bæjarins, íþróttasvæði og sundlaug, Grundarfjarðarkirkju, upplýsingamiðstöð, kajakleigu við ströndina, veitingastaði, gististaði, kaffihús, vinnustofu listamanna og margt fleira. Aðgengi á gönguleið er gott og unnið er að endurbótum á göngusvæðum. Vagnar og hjólastólar geta nýtt mestalla gönguleiðina en hluti leiðar er með malarundirlagi. Á gönguleið er gengið niður að strandlengju bæjarins og er þar að finna stórkostlegt útsýni fyrir fjörðinn, að Kirkjufellinu fræga, til Melrakkaeyjar ásamt fjölbreyttu dýralífi. 

  • Staðsetning: Grundarfjörður (bílastæði við Borgarbraut 17-19).
  • Upphafspunktur: Bílastæði við íþróttasvæði.
  • Erfiðleikastig: Auðveld leið.
  • Lengd: 2.09 km.
  • Hækkun: Minna en 50 metrar.
  • Merkingar: Þjónusta og fyrirtæki á skiltum sem verða sett upp vorið 2024.
  • Tímalengd: 30 mínútur.
  • Undirlag: Yfirborð malbikað og að hluta til með fínu malarlagi.
  • Hindranir á leið: Engar hindranir á leið.
  • Þjónusta á svæðinu: Tjaldsvæði er við gönguleið, salerni er að finna við sundlaug, tjaldsvæði og í samkomuhúsi. Hægt er að nálgast borðkort af Grundarfirði víða á leið. 
  • Lýsing: Gönguleið að hluta með lýsingar í myrkri.
  • Árstíð: Ferðaleið er opin 12 mánuði ársins en hafa ber í huga aðstæður yfir vetrarmánuði.
  • GPS hnit upphafspunktar: N64°55.3122 W 023°14.5813
  • GPS hnit endapunktar: N64°55.3122 W 023°14.5813