Fara í efni

Borgarnes gönguleið

Borgarnes

Gönguleið sem býður upp á fjölbreytta upplifun gesta þar sem tignarlegt Hafnarfjall býður gesti velkomna, Snæfellsjökull stendur í fjarska, meðfram strandlengjunni liggur Hvítá, hinu megin við Borgarvoginn sést yfir á Borg á Mýrum og finna má fjölmarga áningastaði þar sem upplifa má kyrrð og ró. 

Borgarnes er stærsti þéttbýliskjarni í Borgarfirði eða með um 3.800 íbúa. Borgarnes er þekktur áningastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn en keyra þarf í gegnum Borgarnes og er þar að finna mikla þjónustu, hvort sem það er í formi gistingar, veitinga eða afþreyingu. Borgarnes er í alfaraleið en farið er í gegnum bæinn til að komast vestur á Snæfellsnes, keyra suður til Reykjavíkur eða Norður til Akureyrar. 

Hægt er að finna fjölmargar gönguleiðir í Borgarnesi. Nýjir göngustígar með aðgengi fyrir vagna og hjólastóla er þar á meðal en einnig eru stígar sem leynast víða inn á milli íbúðarhverfa Borgarness, sem eru með mismunandi undirlag, hönnun og aðgengi. Áningastaði er víða að finna, upplýsingaskilti um lífríki Borgarvogs og upplýsingaskilti um sögu Borgarness. Tenging við tjaldsvæði, íþróttasvæði og þjónustusvæði er á gönguleið en hafa þar í huga að ganga þarf yfir þjóðveg nr. 1 á gönguleið en engin undirgöng eða brú er að finna fyrir útivistarfólk. Skallagrímsgarður, Vigdísarlaut, Granastaðir, Vestur-nes, Suður-nes, Mið-nes, Bjössaróló, Hlíðartúnshús, Hjálmaklettur eru allt skemmtileg svæði sem tengjast gönguleið um Borgarnes. 

  • Staðsetning: Borgarnes, Borgarbyggð
  • Heimilisfang byrjunarreits: Brákarbraut 15, Borgarnes
  • Erfiðleikastig: Auðvelt
  • Lengd: 9.89km
  • Hækkun: 50-100 metrar
  • Merkingar: Engar merkingar
  • Tímalengd: 2 klst. 
  • Tegund gangstígar: Möl og smásteinar
  • Fyrirstöður á leið: Nokkur smá þrep eru á leiðinni
  • Þjónusta á svæðinu: Þjónustu má finna víða á leiðinni og á tjaldsvæðinu á Granastöðum og Upplýsingamiðstöð Borgarbyggðar í Ljómalind. 
  • Lýsing: Hluti leiðarinnar er upplýstur
  • Árstíð: Gönguleiðin er aðgengileg og fær allan ársins hring
  • GPS hnit upphafspunktar: N64°53523 W021°923
  • GPS hnit endapunktar: N64°53523 W021°923